Arnanes veitingastaður

Í Árnanesi er boðið upp á staðbundna rétti þar sem gestir njóta einstaks útsýnis til fjalla og jökla. 

Megináhersla er lögð á matvæli úr héraði. Humarinn og annað sjávarfang er fengið frá humarbænum Höfn og aðrar afurðir eins og lamba- og nautakjöt kemur frá nærliggjandi bæjum. Grænmeti og salat er ræktað í garðinum á Arnanesi.

Opið er frá apríl og fram í september.

Myndir og myndbönd

Hafa samband

TEL: +354 478-1550
http://www.arnanes.is
arnanes@arnanes.is

Staðsetning

Arnanes, 781 Höfn
6 km vestur af Höfn

Opið

Lok apríl - lok september