Humarhöfnin

Humarhöfnin er hrífandi og skemmtilegur veitingastaður við höfnina á Höfn í Hornafirði, staðsettur og í gamla kaupfélaginu, með útsýni yfir bryggjuna og bátana.
Einstök stemmning og upplifun fyrir bragðlaukana í höfuðborg humarsins í norðri.

Myndir og myndbönd

DS_FUN_FACTS_ABOUT Humarhöfnin

Við erum svo hrifin af humri að við fengum við fengum listakonu sem við þekkjum til að búa til fyrir okkur útilistaverkið, humargyðjan Langastína. Í upphafi hverrar humarvertíðar höldum við svo humarblót að fornum sið þar sem við borðum humar og drekkum vín og biðjum Löngustínu að tryggja okkur endalausa uppsprettu af þessu dásamlega fæði.


(Sjá mynd í myndasafni)

DS_CUSTOMERS_TESTIMONIALS

Baldur Kristjánsson
Humarhöfnin, veitingastaður á Höfn í Hornafirði kemur þægilega á óvart. Hann er í öðru gömlu kaupfélagshúsanna í nágrenni við höfnina og byggir eins og nafnið gefur til kynna á humarréttum. Margt nýstárlegra humarrétta er þar að finna enda hefur einn eigenda Ari Þorsteinsson menntað sig og fengist við vöruþróun úr íslensku fiskmeti. Þetta er fantagóður staður þannegin að maður er í hálfgerðu vellíðunarsjokki þann dag allan sem farið var og því skynslamlegt að fara í hádeginu. Þarna er boðið upp á einvaldsklær og aðra frumlega humarrétti, venjulega humarrétti en einnig aðra fiskrétti og enn einnig kjötrétti. Hrifnastur var ég þó af djassaðri humarpizzu en öfundaði þó sessunaut minn sem fékk sér eina blúsaða. Þar sem ég er frekar jákvæður krítiker verð ég að nota sterk orð til að lýsa gæðum matarins. Þetta var matarupplifun.
Veitingahúsið sjálft stílhreint og fallegt. Þjónustan ágæt. Verðið í stíl við gæði þó ódýarara en á monthúsum í Reykjavík.


Egill Helgason:
Á Höfn er lúxusveitingastaðurinn Humarhöfnin. Þar fyllist allt hvert kvöld yfir ferðamannatímann. Humarinn kemur beint úr bátunum við höfnina og er einstaklega ljúffengur. Veitingastaðurinn er gömlu húsnæði Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, það er tengt skemmtilega við þá sögu.

Hafa samband

TEL: 478 1200 / 846 1114
http://www.humarhofnin.is
info@humarhofnin.is

Staðsetning

Hafnarbraut 4
Höfn
Við höfnina

Opið

Opið mars - maí kl. 17:00 - 21:00 og maí - október 12:00 - 22:00

Þjónusta

  • Veitingastaður
  • Vínveitingaleyfi
  • Þráðlaust net
  • Humar