Glacier Guides

Jöklamenn (Glacier Guides) er fyrirtæki sem er í eigu og rekið af leiðsögumönnum þess með áratuga reynslu á Vatnajökulssvæðinu, við bjóðum upp á fagmannlega fjallaleiðsögn og leggjum metnað okkar í að bjóða upp á fjölbreytt úrval jökla- og fjallaferða auk annarra ævintýraferða.

Söluskrifstofan er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli í frekar óvenjulegu endurunnu og umhverfisvænu húsi okkar sem fer ekki framhjá neinum sem þar fer hjá. Reyndir leiðsögumenn og besti búnaður sem völ er á tryggja þægindi þín og upplifun í ferðunum og auðvelda þér að njóta alls þess sem ríki Vatnajökuls hefur upp á að bjóða. Í boði eru ferðir á okkar uppáhalds staði sem við teljum að hver ferðamaður erlendur sem innlendur megi ekki missa af.

Jöklamenn hafa hlotið margar staðfestingar á fagmannlegum vinnubrögðum sínum og má þar kannski helst nefna svokallaða "AMGA Accreditation" staðfestingu frá Amerísku Fjallaleiðsögumanna samtökunum og vinna eftir strangri umhverfisstefnu enda er náttúra Vatnajökulssvæðisins gríðarlega viðkvæm og það þarf lítið til að ganga henni nærri. Það skiptir okkur mjög miklu máli að vernda náttúruna og leggjum við áherslu á að ferðamaðurinn geri það sama í ferðum okkar um svæðið.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu okkar www.glacierguides.is.

Myndir og myndbönd

Hafa samband

TEL: +354 659 7000
http://www.glacierguides.is
info@glacierguides.is

Staðsetning

Skaftafell
Við erum á bílastæðinu fyrir framan þjónustumiðstöðina í Skaftafelli

Opið

Allt árið