Höfn Local Guide

HÖFN – STAÐARLEIÐSÖGN starfar í anda yndis-ævintýraferða þar sem áherslan er á nærandi upplifun í gegnum létta hreyfingu, nálægð við náttúru og persónuleg samskipti við íbúa svæðisins.

Kynntu þér sögu og menningu þessa fallega sjávarþorps með innfæddum leiðsögumanni. Boðið er upp á léttar og upplýsandi göngur þar sem þú getur notið stórkostlegs umhverfis á meðan þú fræðist um sögu Hafnar og bragðar á mat úr heimabyggð.

Ef þú hefur áhuga á meðvitaðri upplifun á gönguferð þinni, með slökkt á símanum og með náttúruna og samferðafólk þitt í forgrunni, þá er ferð með HÖFN - staðarleiðsögn eitthvað fyrir þig.

Tvær gönguferðir eru í boði og hefjast þær báðar og enda við Hornhúsið að Víkurbraut 4.


Hjarta Hafnar
Lengd ferðar 1,5 – 2 tímar

Hjarta Hafnar er létt og fræðandi ganga um hafnarsvæði Hafnar og fólkvanginn í Óslandi. Þar er fjölskrúðugt fuglalíf og krían ræður þar ríkjum frá maí fram í miðjan ágúst. Í Óslandi er einnig áhugaverða jarðsögu að sjá og stórkostlegt útsýni er til fjalla þar sem Vatnajökull og skriðjöklar hans leika stórt hlutverk. Við munum skoða hluta af sólkerfislíkani sem er á náttúrustíg Hafnar á leið okkar að höfninni þar sem stoppað verður við Pakkhúsið og bragðað á sælkeraréttum úr heimabyggð.


Verbúðarrústir í Ægissíðu
Lengd ferðar 2 – 2,5 tímar

Verbúðarrústir í Ægissíðu er létt og fræðandi ganga eftir austurströnd Hafnar að friðsælli náttúruperlu sem er í um 20 mínútna göngufæri frá bænum. Í Ægissíðu eru rústir gamallar verbúðar og þar getur þú gengið um að villd, sest niður við fjöruborðið, notið fuglalífsins og fallegs útsýnis. EÐA þú getur aðstoðað leiðsögumanninn þinn við að kveikja eld þar sem við stefnum á að baka saman flatkökur og borða þær áður en haldið verður aftur til Hafnar.

 

Mikilvægt
Upphafsstaður er Hornhúsið, Víkurbraut 4, 780 Hornafjörður
Klæðnaður í samræmi við veður og góðir skór.

Gott er að hafa vatnsflösku meðferðis.


Innifalið
Leiðsögn, íslenska og enska
Bakstur á íslenskum flatkökum og smakk á veitingastaðnum Pakkhúsinu, drykkir eru ekki innifaldir.


Valkostir
Slökkva á símanum ?

Myndir og myndbönd

Staðsetning

Víkurbraut 4, 780 Höfn

Opið

Allt árið