Ferðaþjónustan í Hólmi býður upp á skipulagðar stuttar kvöldferðir frá Hólmi út á fjörur.

Í ferðum þessum gefst fólki kostur á að kynnast veröld þeirri sem fjaran og nálægð sjávarins býður upp á. Frá fjörunum er falleg sýn á fjallahring Hornafjarðar. Lagt er af stað frá Hólmi á kvöldin kl. 20:00 á sumrin. Ekið er út á fjörurnar og stoppað þar í um það bil klukkustund, þar geta farþegarnir gengið um í flæðarmálinu, skoðað Atlantshafið og notið fersks sjávarloftsins. Komið er til baka að Hólmi Kl. 22:30-22:30.

Best er að bóka ferðirnar fyrirfram. Yfir vetratímann er boðið upp á þessar ferðir samkvæmt samkomulagi.

Lágmarksfjöldi farþega 2.

Myndir og myndbönd

Hafa samband

TEL: +354 478 2063 / +354 861 5959
http://www.eldhorn.is/mg/gisting
holmur@eldhorn.is

Staðsetning

Hólmur Mýrar, 781 Höfn
Mitt á milli Jökulsárslóns og Hafnar, um hálftíma keyrsla austan af Jökulsárlóni

Opið

Opið allt árið