Vatnajökull Travel

Langar þig spóka þig á stærsta jökli í Evrópu, sigla á milli risastórra ísjaka eða skoða svarta fjörusanda á fjórhjóli?  Hvað með að skoða mögnuð norðurljós á köldu vetrarkvöldi?  Vatnajökull Travel býður spennandi ferðir um Ríki Vatnajökuls allt árið um kring.

Á sumrin (júní – ágúst) bjóðum við m.a. upp á ferðir þar sem þú færð að keyra vélsleða á sjálfum Vatnajökli og í kjölfarið ferðu svo í siglingu á Jökulsárlóni.

Fyrir þá sem vilja heimsækja okkur að vetri til (október – apríl) bjóðum við t.d. upp á ógleymanlega ferð um Ríki Vatnajökuls þar sem m.a. má njóta norðurljósa í stórkostlegu umhverfi.

Ekki hika við að  hafa samband við okkur með þínar óskir.  Við erum mjög sveigjanleg og viljum kappkosta að gera dvöl þína í Ríki Vatnajökuls ógleymanlega.

Myndir og myndbönd

Hafa samband

TEL: 894-1616
http://www.vatnajokull.is
info@vatnajokull.is

Staðsetning

Bugðuleira 2, 780 Hornafjörður
Hornafjörður

Opið

Opið allt árið

Þjónusta

  • Car Rental
  • Flugvöllur fyrir áætlunarflug
  • Vélsleðar til leigu