Brunnhóll gistiheimili

Brunnhóll – bændagisting, er fjölskyldu- og umhverfisvænt gistiheimili og veitingastaður í sveit á Suðausturlandi, sem hefur tekið á móti gestum frá árinu 1986.
Boðið er upp á gistingu í 22 velbúnum herbergjum, sem öll með sér baði, sjónvarpi og hárþurrku. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu. Góð aðstaða er fyrir fatlaða og fjölskyldur. Húsið og nánasta umhverfi er reyklaust. Í björtum veitingasal er boðið upp á heimilislegar veitingar þar sem matvæli úr héraði skipa stóran sess, s.s. hinn vinsæli Jöklaís sem framleiddur er á bænum.
Frá Brunnhóli er einstök jöklasýn og Vatnajökulsþjóðgarður er í 6 km fjarlægð frá bænum. Vinsæl útivistarsvæði eru í Haukafelli, við Fláajökul og á Heinaberssvæðinu. Greið leið niður í fjöru. Að Jökulsárlóni eru u.þ.b. 50 km og 30 km eru í næsta þéttbýli, Höfn í Hornafirði.

Myndir og myndbönd

Hafa samband

TEL: 478 1029
http://www.brunnholl.is
brunnholl@brunnholl.is

Staðsetning


20 mínútna akstur frá Höfn í vestur

Opið

1. apríl - 31. október