Fosshotel Glacier Lagoon

Stórkostlegt umhverfi og mikil náttúrufegurð

Fosshótel Jökulsárlón er fyrsta flokks 4 stjörnu hótel sem opnaði á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls í júní á þessu ári. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af helstu náttúruperlum Íslands en þar er eitt vinsælasta göngusvæði landsins. Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta.

  • 104 herbergi
  • Morgunverður innifalinn
  • Veitingastaður og bar
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Ókeypis bílastæði

Hér má sjá úrval herbergja sem í boði eru á Fosshótel Jökulsárlón:

  • 48 standard herbergi (fjalla- eða sjávarútsýni í boði)
  • 42 deluxe herbergi (fjalla- eða sjávarútsýni í boði)
  • 10 þriggja manna herbergi (fjalla- eða sjávarútsýni í boði)
  • 4 svítur
  • Rúmgóð herbergi fyrir hreyfihamlaða (fjalla- eða sjávarútsýni í boði)

 

Myndir og myndbönd

Staðsetning

Hnapavellir, 785 Öræfi
63.899108, -16.611392

Opið

Allt árið