Hótel Jökull

Hótel Jökull, byggður sem heimavistarskóli á árunum 1973-1975, er vel staðsett undir rótum Vatnajökuls. Undanfarin ár hefur hótelið verið rekið undir merkjum Hótel Eddu. Núverandi eigendur hafa verið í samstarfi við hótel Eddu síðastliðin fimm ár en frá og með árinu 2013 verður hótelið rekið undir merkjum Hótels Jökuls. Verulegar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu á undanförnum árum og mun vera áframhald á þeim.
Á hótelinu er bjartur og fallegur veitingastaður með glæsilegu útsýni til jökla. Það eru 40 herbergi á hótelinu, 23 með baði og 17 með handlaug. Boðið er upp á úrvals gistingu á hagstæðu verði. Stór og hlýleg setustofa er á hótelinu með sjónvarpi og fríu interneti, eins er frítt internet á öllum herbergjum.

Myndir og myndbönd

DS_FUN_FACTS_ABOUT Hótel Jökull

Starfsfólk hefur yfirgripsmikla þekkingu á umhverfi hótelsins og náttúru. Þeir eru fúsir til að miðla þeim upplýsingum.

Staðsetning

Nesjum
Hótelið er staðsett 8 km frá Höfn, 70 km frá Jökulsárlóni og 130 km frá Skaftafelli.

Opið

1. júní til 15. september.