Lambhús gisting

Lambhús liggur við rætur Vatnajökuls þar sem gestir njóta kyrrðar, óspilltrar náttúru og tignarlegs útsýnis til fjalla og jökla.

Við bjóðum upp á gistingu í notalegum 15 og 20 fm smáhýsum sem rúma allt að 6 manns. Húsin henta jafnt fyrir pör, fjölskyldur sem og litla hópa. Í öllum húsum er tvíbreið koja, eldhúskrókur og snyrting. Í stærri húsunum er svefnsófi.

Á svæðinu er einnig tjaldsvæði, leikvöllur og lítil andatjörn. Á bænum eru hænur, gæsir, hestar, kýr og hundur sem gestir hafa gaman af að fylgjast með.

Merkt gönguleið liggur frá Lambhúsum að Fláajökli. Á leiðinni bjóðast góð tækifæri til fuglaskoðunar og fjölbreytt myndefni fyrir ljósmyndara.

Gestir hafa úr margs konar afþreyingu að velja. Í nágrenninu er að finna húsdýragarð, heita potta, söfn um menningu og sögu svæðisins sem og fallegar gönguleiðir. Einnig er boðið upp á skipulagðar jeppa-, göngu-, báts- og snjósleðaferðir í héraðinu.

Myndir og myndbönd

DS_CUSTOMERS_TESTIMONIALS

Ummæli frá ánægðum gestum

 

„Notalega og fallega innréttuð hús. Takk fyrir okkur og góðar móttökur.“

„Yndisleg hús. Allt til alls. Útsýnið ógleymanlegt. Hvítu gæsirnar punkturinn yfir i-ið...“

„Yndislegt útsýni, fallegt umhverfi og gott hús.“

 

http://www.tripadvisor.com/ShowUserReviews-g189960-d3381725-r174717034-Lambhus_Cottages_Camping-Hofn_East_Region.html#CHECK_RATES_CONT

Hafa samband

TEL: 662 1029
http://www.lambhus.is
info@lambhus.is

Staðsetning

Lambleiksstaðir, 781 Höfn
Höfn 30 km, Jökulsárlón 50 km Skaftafell 100 km

Opið

Júní-September

DS_WHAT_TO_DO_NEARBY

• Hólmur húsdýragarður

• Glacierjeeps jöklaferðir

• Heitir pottar í Hoffelli

DS_WHERE_TO_DINE_AND_SHOP_NEARBY

• Hólmur veitingastaður

Þjónusta

  • Cottage
  • Accommodation
  • Shower
  • Citchen Facilities
  • Hiking Trail
  • Bird watching