Nónhamar í Öræfum

Nónhamar á Hofi í Öræfum býður upp á gistingu í notalegum smáhýsum. Í hverju húsi er baðherbergi með sturtu, lítill eldhúskrókur og þráðlaust internet.

Náttúran í nágrenni Nónhamars er í senn stórbrotin og einstök en Öræfasveit státar af ægifögru umhverfi og miklum andstæðum í landslagi. í nágrenninu er að finna nokkrar af helstu náttúruperlum landsins, svo sem þjóðgarðinn í Skaftafelli, Öræfajökul, Ingólfshöfða og Jökulsárlón. Fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk er sveitin því sannkölluð paradís og ekki er að ástæðulausu að svæðið skuli vera einn vinsælasti áningastaður ferðamanna á Íslandi.

Myndir og myndbönd

Hafa samband

TEL: 616 1247
http://nonhamar.is
info@nonhamar.is

Staðsetning

Hof 2
Öræfi
15 mínútna akstur frá Skaftafelli

Opið

Febrúar - september

Þjónusta

  • Accommodation
  • Shower
  • WiFi
  • Hiking Trail
  • Kitchen Facilities
  • Cottage