Skaftafell

Skaftafell er ein af fegurstu og ástsælustu náttúruperlum á Íslandi. Svæðið einkennist af miklum andstæðum þar sem svartir sandar kallast á við hvítt jökulhvelið og gróðurvinjar mæta eyðisöndum.
Í Skaftafelli er gestastofa suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem er opin allt árið með áhugaverðri sýningu og fróðleik um svæðið.
Skaftafell er í Öræfasveit sem var lengi ein einangraðasta sveit landsins innan um beljandi jökulfljót. Það var ekki fyrr en um og eftir miðja 20. öld sem þessi einangrun var rofin og árið 1974 var hringvegurinn um Ísland endanlega tilbúinn þegar Skeiðará var brúuð. Er það jafnframt lengsta brú landsins en hún er 880 metra löng.
Vestan Öræfa breiðir Skeiðarársandur úr sér og vestan Öræfa liggur Breiðamerkursandur. Af þessum sökum var Öræfasveitin stundum kölluð "sveitin milli sanda." Þekkt dægurlag frá 8. áratugnum í flutningi Ellýjar Vilhjálms heitir Sveitin milli sanda, hlusta hér. http://www.youtube.com/watch?v=V_vl-2MDD8E

Myndir og myndbönd