Vatnajökulsþjóðgarður

Gestastofa suðursvæðis Vatnajökullsþjóðgarðs er í Skaftafelli og er hún opin allt árið.
Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestum gefst kostur á að fræðast um náttúru, gönguleiðir og þjónustu í nágrenninu. Þar eru sýningar sem varpa ljósi á samspil eldfjalla og jökla og hvernig náttúran hefur mótað hið sérstæða landslag sem einkennir svæðið. Sagt er frá nábýli íbúa við jökulinn, menningu þeirra og sýnd er fræðslumynd um Skeiðarárhlaupið árið 1996. Þar er jafnframt verslun með bækur, póstkort og handverk. Áhersla er lögð á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu.
Vatnajökulsþjóðgarður nær yfir 13% af flatarmáli Íslands eða 13,600 ferkílómetra. Er hann stærsti þjóðgarður í Vestur-Evrópu.
Fyrir frekari upplýsingar sjá hér.
http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/starfsemi/gestastofur/skaftafellsstofa/

Myndir og myndbönd

Hafa samband

TEL: 470 8300
http://www.vjp.is
skaftafell@vjp.is

Staðsetning


Skaftafellstofa í Skaftafelli

Opið

Allt árið