Ríki Vatnajökuls er ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands. Meginhlutverk er að vinna að markaðsetningu svæðisins með áherslu á veturinn. Svæðið nær frá Lómagnúp í vestri að Hvalnesi í austri og heyrir undir Sveitafélagið Hornafjörð. Unnið er að framgangi verkefna sem stuðla að bættri grunngerð og betri gæðum svæðisins. Ríki Vatnajökuls sér einnig um gerð kynningarefnis fyrir svæðið í heild sinni og dreifingu þess.

Að klasanum standa um 80 fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar á Suðausturlandi sem flest tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti. Ríki Vatnajökuls byggir upp innra sem ytra samstarf þessa aðila, stuðlar að bættu aðgengi að afurðum úr héraði sem og kynningu afurða utan svæðisins. Ýmsir mikilvægir samstarfsaðilar gegna lykilhlutverki eins og Matís sem stendur að Matarsmiðju á Höfn, þar fá smáframleiðendur tækifæri til þess að þróa afurðir sínar. Annar mikilvægur samstarfsaðili er Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði en starfsemi rannsóknarsetursins er mjög ferðaþjónustumiðuð. Þar spilar ráðgjöf, uppbygging á fræðslutengdri ferðaþjónustu og gerð umhverfisstefnu stórt hlutverk.

Framkvæmdastjóri klasans er Olga M. Ingólfsdóttir